Gemini í Gmail

Notaðu Gemini til að spara tíma við umsjón með pósthólfinu, heima eða á ferðinni. Bættu Gemini við Google One Premium plan til einkanota eða við Google Workspace plan fyrir vinnuna.

Skrifaðu betri tölvupósta með aðstoð gervigreindar
Gemini í Gmail getur samið vel skrifuð drög eða svör sem þú getur breytt, sérsniðið og sent á augabragði.
Google Gemini aðstoðar við að skrifa tölvupóst.
Leitaðu í pósthólfinu á alveg nýjan hátt
Gemini getur svarað flóknum spurningum úr pósthólfinu þínu eða Google Drive-skrám til að hjálpa þér að finna það sem þú leitar að.
Searching Gmail inbox using Google Gemini
Fáðu samantekt á mikilvægum atriðum
Vertu með á nótunum í löngum tölvupóstþráðum með innbyggðri tölvupóstasamantekt.
Að nota Google Gemini við samantekt á tölvupósti
Google Gemini aðstoðar við að skrifa tölvupóst.
Searching Gmail inbox using Google Gemini
Að nota Google Gemini við samantekt á tölvupósti
Öruggur einkatölvupóstur sem þú hefur fulla stjórn á.
Við notum Gmail efnið þitt aldrei í auglýsingatilgangi
Gmail notar fyrsta flokks dulkóðun fyrir öll skilaboð sem þú sendir og móttekur. Við notum Gmail efnið þitt aldrei til að sérsníða auglýsingar.
Persónuverndartilkynning yfir tölvupósti
Á hverjum degi gætir Gmail að öryggi hjá meira en milljarði einstaklinga
Gmail hindrar 99,9% ruslpósts, spilliforrita og skaðlegra tengla í komast nokkurn tíma í pósthólfið þitt.
Aðalpósthólf Gmail með aðskildu viðvörunartákni á vefsvæðið
Besta vefveiðavörn sem völ er á
Þegar grunsamlegur tölvupóstur sem gæti verið skaðlaus berst lætur Gmail þig vita svo þú sért alltaf við stjórnvölinn.
Tölvupóstur með gulum öryggisskilaboðum
Fyrsta flokks stýringar tölvupósts sem þú sendir
Trúnaðarstilling gerir þér kleift að stilla lokadag og fara fram á að viðtakendur staðfesti með SMS-skilaboðum. Þú getur einnig lokað á valkosti til að framsenda, afrita, sækja og prenta.
Tölvupóstur með tímaáminningu og klukkutákni
Persónuverndartilkynning yfir tölvupósti
Aðalpósthólf Gmail með aðskildu viðvörunartákni á vefsvæðið
Tölvupóstur með gulum öryggisskilaboðum
Tölvupóstur með tímaáminningu og klukkutákni
Komdu meiru í verk með Gmail
Vertu í sambandi og skipuleggðu þig
Byrjaðu spjall, hoppaðu yfir í myndsímtal með Meet eða taktu þátt í skjali með öðrum beint úr Gmail.
Gmail spjall með samvinnu í skjali og myndspjalli á einum skjá
Komdu meiru í verk á skemmri tíma
Vertu fljótari að skrifa tölvupóst og skilaboð með eiginleikum á borð við snjallskrif til að geta eytt meiri tíma í eitthvað skemmtilegt.
Nýr tölvupóstur með sjálfvirkri útfyllingu snjallskrifa
Gleymdu aldrei að svara
Hógværar tilkynningar hjálpa þér að hafa allt á hreinu.
Gmail pósthólf með eftirfylgniáminningu með appelsínugulum texta
Gmail spjall með samvinnu í skjali og myndspjalli á einum skjá
Nýr tölvupóstur með sjálfvirkri útfyllingu snjallskrifa
Gmail pósthólf með eftirfylgniáminningu með appelsínugulum texta
Gmail er betra í forritinu
Notaðu emoji til að tjá þig
Emoji-viðbrögð eru skjót og skemmtileg leið til að svara tölvupósti. Aðeins í boði í Gmail-forritinu.
Vertu fljótari að finna tölvupóst
Einfaldað símaviðmót sýnir tölvupóst sem býður Helen velkomna í hópinn. Stækkuð emoji-stikan gefur til kynna hve einfalt er að svara með emoji.
Einfaldað símaviðmót sem sýnir leitarstiku þar sem búið er að skrifa „RSVP“. Niðurstöðurnar fyrir neðan sýna það sem var skrifað.
Skiptu á milli reikninga
Allur tölvupóstur frá mismunandi þjónustum í einu forriti.
Einfaldað símaviðmót með hausnum „Bæta við reikningi“ sem sýnir tákn mismunandi tölvupóstþjónusta. Gefur til kynna hversu einfalt er að bæta mismunandi tölvupóstþjónustum við Gmail-forritið.
Einfaldað símaviðmót sem sýnir leitarstiku þar sem búið er að skrifa „RSVP“. Niðurstöðurnar fyrir neðan sýna það sem var skrifað.
Einfaldað símaviðmót með hausnum „Bæta við reikningi“ sem sýnir tákn mismunandi tölvupóstþjónusta. Gefur til kynna hversu einfalt er að bæta mismunandi tölvupóstþjónustum við Gmail-forritið.
Nýttu þér bestu eiginleika Gmail í tækinu þínu
Virkar með öðrum verkfærum
Gmail virkar vel með tölvuforritum á borð við Microsoft Outlook, Apple Mail og Mozilla Thunderbird og hægt er að samstilla tengiliði og viðburði.
Hafðu nóg fyrir stafni, jafnvel án nettengingar
Með Gmail án nettengingar geturðu lesið, svarað, eytt og leitað í Gmail pósthólfinu án nettengingar.
Notaðu Gmail í hvaða tæki sem er
Njóttu þæginda og einfaldleika Gmail, hvar sem þú ert.
Gmail er nú hluti af Google Workspace
Samvinnan gengur hraðar í hvaða tæki sem er og hvar sem er þegar allt er á einum stað.
Google Workspace býr yfir ýmsum afkasta- og samvinnuverkfærum sem auðvelda einstaklingum, hópum og fyrirtækjum að halda utan um verkefnin. Það er sveigjanleg og skapandi lausn fyrir fyrirtæki eða einstaklinga sem felur í sér öll uppáhaldsforritin þín á borð við Gmail, Dagatal, Drive, Skjöl, Meet og fleiri.
Finndu svörin sem þú leitar að
Þarftu frekari hjálp?
Skoðaðu ábendingar og ítarlegar leiðbeiningar sem henta jafnt nýjum notendum sem ofurnotendum.
Hvernig sér Gmail til þess að tölvupósturinn minn sé öruggur og lokaður öðrum?
Öflugt öryggi hefur alltaf verið grunnstoð Gmail. Við leggjum okkur fram við að stöðva ruslpóst, vefveiðar og spilliforrit áður en þau komast í pósthólfið hjá þér. Ruslpóstsían okkar notar gervigreind til að loka á nærri 10 milljón ruslpósta á hverri mínútu.
Er tölvupósturinn minn notaður til að birta auglýsingar?
Nei. Aðeins þú sérð tölvupóstinn þinn þótt auglýsingar birtist á gjaldfrjálsa Gmail-reikningnum þínum. Google leitar hvorki í né vinnur úr efni Gmail í auglýsingaskyni.
Hvernig get ég tryggt öryggi tölvupósta enn betur?
Öryggiseiginleikar Gmail duga flestum notendum en suma reikninga gæti þurft að verja enn frekar. Ítarleg vernd Google verndar notendur sem eru mjög sýnilegir og vinna með viðkvæmar upplýsingar. Þetta eru notendur sem eiga á hættu að verða fyrir skipulögðum netárásum.
Nánar
Hvað ef ég vil nota Gmail við vinnu eða rekstur?
Gmail er hluti af Google Workspace þar sem hægt er að velja mismunandi áskriftir. Auk allra helstu eiginleika Gmail færðu sérsniðið netfang (@þittfyrirtæki.com), ótakmarkaðan fjölda hópnetfanga, 99,9% tryggðan notkunartíma, tvöfalt stærra geymslurými en einkareikningar á Gmail, engar auglýsingar, aðstoð allan sólarhringinn, samstillingu Google Workspace við Microsoft Outlook (GWSMO) og meira til.
Nánar
Þarftu frekari hjálp?
Skoðaðu ábendingar og ítarlegar leiðbeiningar sem henta jafnt nýjum notendum sem ofurnotendum.
Sýndu heiminum
hvernig á að gera þetta.
Byrjaðu að nota enn öflugra Gmail.
Gmail pósthólfsskjár með stækkuðum aðgerðatáknum í láréttri röð